tisa: Geimurinn minn

þriðjudagur, desember 12, 2006

Geimurinn minn

Ég er búin að eyða drjúgum hluta af deginum í að reyna að botna í MySpace. Skilja hvað það er, hvernig það virkar og hvað maður gerir með svona lagað.

Árangurinn er ekki mikill hingað til. Hagkaupsstjarnan var nefnilega að reyna að sannfæra mig um að dömpa elskulega bláa blogginu mínu og fá mér myspace.

Ég þori ekki. Ég kann ekki.


Annars er ég bara að ekki-læra. Ég kalla það ekki-lær þegar ég er ekki að læra. Ég ekki-læri mikið þessa dagana sem hefur reyndar gert það að verkum að ég hef ekkert að gera þar sem allir aðrir eru ekki að ekki-læra. Fjandans aðrir. Hver þarf þá. Ég bara sef. Hentar mér ágætlega.

Manni hefði kannski aldrei dottið það í hug, en orðin sofa og dagmamma passa ekki saman. En ég er þrautseig og finn mér alltaf leið til að stunda áhugamál mín.



Ég borgaði grumpy manni í bláum samfestingi fyrir að setja nagladekk á bílinn. Grumpy maðurinn í bláa samfestingnum lét mig keyra upp á lyftu. Ekki gaman.



en....

Fór með mjög svo rómantísku vinkonu minni (þú veist hver þú ert) að sjá The Holiday. Myndin var, tjah, þanning mynd að þú bölvar því til fjandans að eiga ekki kærasta eins og Jude Law. Það er að segja karakterinn hans. Ekki alvöru hann, þar sem hann er framhjáhaldari og tík.



Farin að bölva aðeins meira.



Tinna - Leti er lífsstíll

tisa at 20:00

2 comments